Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel Kári á leið til Grikklands
Samúel Kári kemur til með að spila undir stjórn Chris Coleman í grísku deildinni.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 27. ágúst 2022 kl. 13:11

Samúel Kári á leið til Grikklands

Kefklvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking, er á leið til gríska félagsins Atromitos og verður þar liðsfélagi Viðars Arnar Kjartanssonar.

Það eru norskir fjölmiðlar (nettavisen) sem greina frá því að þessi skipti séu yfirvofandi og staðfestir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Samúels, við Fótbolta.net að miðjumaðurinn sé á leið í læknisskoðun á morgun.

Samningur Samúels rennur út um áramótin og hefur verið talsverður áhugi á honum, m.a. frá Spáni og í Austurríki. Eins og fjallað var um í janúar var hann nálægt því að fara til Rehindorf Altach í austurrísku deildinni en ekkert varð úr því þar sem Samúel þurfti að fara í botnlangatöku.

Atromitos er að kaupa Samúel sem hefur verið að spila vel að undanförnu. Chris Coleman er stjóri liðsins og var það að miklu leyti hann sem sannfærði Samúel um að þetta væri rétta skrefið.

Coleman er fyrrum landsliðsþjálfari Wales og fyrrum stjóri Fulham, Real Sociedad, Coventry, AEL, Sunderland og Hebei China Fortune. Eins og fyrr segir er Viðar Örn Kjartansson leikmaður Atromitos en hann kom til félagsins frá Vålerenga á fyrsta degi þessa mánaðar.

Samúel er 26 ára gamall, hann var á láni hjá Viking tímabilið 2019 þegar hann var leikmaður Vålerenga. Í janúar 2020 samdi hann við Paderborn í Þýskalandi en kom aftur til Viking þá um sumarið og hefur verið þar síðan. Hann á að baki átta landsleiki og sá síðasti kom árið 2019.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024