Samúel kallaður inn í A-liðið
Mætir Sviss á morgun
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur verið kallaður inn í hóp A-landsliðs karla í knattspyrnu eftir að Emil Hallfreðsson þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Samúel var staddur hérlendis vegna verkefna með U21 liði Íslands en nú mun hann taka þátt í leiknum gegn Sviss sem fram fer á morgun á Laugardalsvelli.