Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel hugsanlega á leið í danska boltann
Laugardagur 23. janúar 2016 kl. 10:37

Samúel hugsanlega á leið í danska boltann

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Reading í Englandi, er þessa dagana staddur hjá danska B-deildarliðsins Horsens á reynslu. Frá þessu er greint á Fótbolti.net en þar segir að Samúel muni leika æfingaleik með liðinu á morgun sunnudag. Samúel Kári mun æfa með Horsens fram á þriðjudag og eftir það skýrist framtíð hans.

Kjartan Henry Finnbogason spilar með Horsens og hefur raðað inn mörkum þar en þjálfari liðsins er Bo Henriksen sem spilaði áður með Val, Fram og ÍBV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Friðjónsson er miðjumaður sem spilar með varaliði Reading í Englandi. Hann er einungis 19 ára en hann er samt í U21 árs landsliðinu,“ sagði Bo Henriksen um miðjumanninn efnilega sem hélt til Englands ungur að aldri.