Samstarfssamningur við Nes undirritaður
Vilja að fleiri sveitarfélög á Suðurnesjum fylgi í kjölfarið.
Sandgerðisbær og Íþróttafélagið Nes hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára. Samningurinn kveður á um stuðning Sandgerðisbæjar við starfsemi Íþróttafélagsins Ness sem hefur það að markmiði að skipuleggja íþrótta- og félagsstarf fyrir fatlaða á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar lýsti á fundi sínum fyrr í þessum mánuði yfir ánægju með að komið sé á samstarf bæjarins við Íþróttafélagið Nes. Þá segir jafnframt í bókun við afgreiðslu samningsins að um tímamótasamning sé að ræða og vonist bæjarstjórn til þess að fleiri sveitarfélög á Suðurnesjum fylgi í kjölfarið.