Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samskiptaörðugleikar ástæða brottreksturs
Mánudagur 1. febrúar 2010 kl. 09:08

Samskiptaörðugleikar ástæða brottreksturs


Shantrell Moss lék 16 leiki fyrir Njarðvík, þar af þrjá bikarleiki, var með 30 stig að meðaltali í leik og 10 fráköst.  Þrátt fyrir að vera sá gríðarlega öflugi leikmaður sem raun ber vitni var tekin ákvörðun um að láta hana fara frá liðinu eftir bikarleikinn gegn Haukum. Ástæðan mun hafa verið spenna og samskiptaörðugleikar milli hennar, leikmanna, þjálfara og stjórnar, samkvæmt yfirlýsingu sem kvennaráð körfuknattleiksdeildar UMFN hefur sent frá sér.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:


„Kvennaráð kkd UMFN ákvað eftir undanúrslitaleik Hauka og Njarðvíkur í Subway- bikar kvenna að segja upp samningi við Shantrell Moss, erlendan leikmann kvennaliðs Njarðvíkur.  Undanfarnar vikur hafa einkennst af spennu og samskiptaörðugleikum á milli leikmanna/þjálfara og stjórnar annarsvegar og leikmannsins hinsvegar.  Kvennaráð harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en ástandið var orðið yfirþyrmandi.  Óskum við Shantrell velfarnaðar í framtíðinni.  Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðningu annars erlends leikmanns að svo stöddu".

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024