Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Samningur Mete senn á enda
Miðvikudagur 4. október 2006 kl. 15:24

Samningur Mete senn á enda

Í lok þessa árs verður Guðmundur Viðar Mete samningslaus hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur. Á vísi.is kemur fram í dag að Guðmundur sé nú í viðræðum við stjórn Keflavíkur um nýjan samning.

Guðmundur er einn sterkasti varnarmaðurinn í Landsbankadeildinni í dag og því þykir líklegt að forráðamenn Keflavíkur geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að hafa brimbrjótinn áfram í vörninni við hlið Kenneths Gustafssonar sem nýverið samdi við félagið til þriggja ára.

Guðmundur segir í samtali við vísi.is að Keflavík hafi á mjög góðu liði að skipa og að hann stefni að því að vera áfram hjá félaginu en myndi þó skoða önnur tilboð ef þau myndu berast.

www.visir.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024