Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samkaupsmótinu slitið
Sunnudagur 9. mars 2008 kl. 23:01

Samkaupsmótinu slitið

Samkaupsmótinu var slitið með viðhöfn í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag þar sem rúmlega 800 keppendur komu saman og fengu viðurkenningar auk þess sem þau þökkuðu öllum sem höfðu gert mótið að svo skemmtilegum viðburði.

Ekki er ofsagt að mikil vinna hafi farið í skipulagningu en um 300 leikir fóru fram í íþróttahúsum bæjarins þessa helgina, en þess utan  var ýmis konar afþreying í boði fyrir krakkana, m.a. bíóferðir, pizzuveislur og glæsileg kvöldvaka þar sem Merzedes Club stigu á stokk. Óhætt er að segja að þakið hafi nær farið af húsinu þegar Hey,hey, hey we say Ho, ho, ho! fékk að duna.

Þetta var 18 Samkaupsmótið í röð þannig að það fer  að styttast i afmælismótið, en áður en langt um líður hefst hins vegar undirbúningurinn fyrir næsta ár. Kjartan Már Kjartansson hjá Samkaupum bauð alla vegana alla velkomna að ári í ræðu sinni.

Myndasöfn má finna  á Ljósmyndavef Víkurfrétta en meira efni er væntanlegt á vefinn innan tíðar.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024