Samkaupsmótið hefst á morgun
Samkaupsmótið í körfuknattleik sem fram fer nú um helgina í Reykjanesbæ hefur slegið öll met hvað varðar þátttöku. Alls eru 81 lið frá 11 félögum skráð til þátttöku í mótinu, eða rúmlega 600 börn. Mótið er haldið af körfuknattleiksdeildum Njarðvíkur og Keflavíkur fyrir minnibolta barna 11 ára og yngri. Um er að ræða gríðarlega aukningu frá fyrri árum og er þetta mót eitt það allra stærsta körfuboltamót sem sögur fara af hér á landi.Boðið er upp á margt annað en körfubolta þessa helgi í Reykjanesbæ sem verður undirlagður af körfuboltakrökkum um helgina. Má þar nefna bíóferðir, sundferðir, kvöldvöku með leynigesti ofl.
Að lokum má geta þess að í anda minniboltans þá verða engin úrslit skráð. Allir þáttakendur verða með, allir verða sigurvegarar og fá viðurkenningu þar að lútandi.
Að lokum má geta þess að í anda minniboltans þá verða engin úrslit skráð. Allir þáttakendur verða með, allir verða sigurvegarar og fá viðurkenningu þar að lútandi.