Samkaup styrkir sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur
Á miðvikudaginn síðastliðinn skrifuðu Samkaup og ÍRB, sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur, undir tveggja ára auglýsingar- og styrktarsamning.
Samkaup hefur um árabil verið ötull styrktaraðili sundíþróttarinnar í Reykjanesbæ og stutt sundlið ÍRB í fjölda verkefna, stórum og smáum.
Það er ÍRB mikils virði að hafa öflugan aðila á borð við Samkaup sér við hlið, og horfir félagið björtum augum til áframhaldandi samstarfs um leið og það þakkar Samkaupum stuðninginn.