Samkaup og Landsbanki styrkja Keflavíkurkörfu
Krakkar í yngri flokkum körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fengu á dögunum glæsilega æfinga- og keppnisbúninga að gjöf frá Samkaupum og Landsbankanum í Keflavík.
Allir iðkendur í 1.-6. bekk fengu glaðninginn.
Samkaup og Landsbankinn hafa verið dyggir stuðningsaðilar körfuboltans undanfarin ár og hefur stuðningur fyrirtækjanna átt ríkan þátt í eflingu körfuboltans í Keflavík. Meðfylgjandi mynd var tekin af nokkrum ungum körfuboltakrökkum ásamt forráðamönnum Keflavíkur og Sturlu Eðvarðssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa.