Samið við Indiru Ilic
Hin serbneska Indira Ilic mun leika með knattspyrnuliði Keflavíkur í meistaraflokki kvenna á næstu keppnistíð en samningur þess efnis var undirritaður í gær. Indira kom til liðs við Keflavík um miðjan júlí í sumar og þykir afar öflugur varnarmaður.
Indira er tuttugu og þriggja ára og hefur átt fast sæti í sínu landsliði. Hún hélt heim á leið eftir undirritun samningsins enmun halda sér í góðu formi í vetur því hún verður við æfingar hjá Glasgow Rangers þegar þær hefjast í nóvember.