Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samið við fjóra unga leikmenn
Mánudagur 17. október 2016 kl. 16:11

Samið við fjóra unga leikmenn

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við fjóra leikmenn um að spila áfram með kvennaliði félagsins. Framlengt var við landsliðskonurnar Anitu Lind Daníelsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur og samið var við tvíburasysturnar Kötlu og Írisi Þórðardætur.

Anita á að baki 27 leiki og 7 mörk með meistaraflokksliði Keflavíkur og hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Hún hefur spilað 13 leiki með U17 og 4 leiki með U19, en Anita er 17 ára gömul. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sveindís Jane á að baki 25 leiki og heil 31 mörk fyrir meistaraflokk Keflavíkur. Auk þess hefur hún spilað með yngri landsliðunum, 7 leiki með U17 og 1 leik með U19 þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gömul.

Katla hefur spilað 20 leiki og Íris 19 með meistaraflokksliði Keflavíkur.

„Eftir frábært gengi hjá stelpunum í sumar er stefnan bara sett upp á við, ætlunin er að spila í Pepsi deildinni að ári og einn af þeim liðum til þess að tryggja það er að halda þeim öllum á heimahögum,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.