Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 19. júní 1999 kl. 12:31

SAMEINAÐIR SIGRUM VÉR

Margir spáðu því þegar samþykkt var að sameina sveitarfélögin Keflavík og Njarðvík að þess yrði skammt að bíða að íþróttadeildirnar yrðu sameinuðar líka. Í þeim efnum var talið ólíklegast að sameinast yrði í körfunni þar sem bæði Njarðvík og Keflavík voru með topplið og börðust undantekningalaust um æðstu vegtyllur sportsins. Fimm árum síðar er sameining þessara liða staðreynd, um þátttöku í Evrópukeppni félagsliða a.m.k. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 9. júní sl. að styðja framtakið um 950 þúsund krónur en hið sameiginlega lið mun að keppa undir merkjum Reykjanesbæjar. Gunnar Þorðvarðarson, formaður kkd. Njarðvíkur, sagði þetta mál hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Pétur Hrafn, framkv.stj. KKÍ, skaut þessari hugmynd að okkur forráðamönnum deildanna hér eftir ferð landsliðsins til Slóveníu og okkur leist bara vel. Við könnuðum málið og komumst að því þetta var hægt gagnvart FIBA og KKÍ. Liðin koma úr sama bæjarfélaginu og keppa undir merkjum sama íþróttabandalags. Þetta eru bestu lið landsins, með flesta landsliðsmennina og bestu umgjörðina. Ég lít svo á að þarna séum við að stíga framfararskref fyrir körfuna í landinu.“ Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagðist ekki geta annað en verið ánægður. Þetta er frábært framtak og sýnir þroska forráðamanna UMFN og Keflavíkur að geta sameinast á þennan hátt undir merkjum Reykjanesbæjar og styrkt vonir Íslendinga um góðan árangur í alþjóðakeppni í körfubolta. Ég segi það bara að sá sem hefði spáð þessu 1994 þegar bæjarfélögin sameinuðust hefði verið ekki verið álitinn merkilegur spámaður.“ Sterkara en landsliðið Lið búið til úr bestu leikmönnum Keflvíkinga og Njarðvíkinga og tveimur sterkum Bandaríkjamönnum yrði líklegast sterkara en landsliðið, í.þ.m. erfiðara að komast í lið. Mögulegt lið Reykjanesbæjar í næstu Evrópukeppni gæti litið svona út: Falur Harðarson Friðrik Ragnarsson Hjörtur Harðarson Teitur Örlygsson Gunnar Einarsson Hermann Hauksson Guðjón Skúlason Páll Kristinsson Fannar Ólafsson Friðrik Stefánsson Birgir Birgisson Örlygur Sturluson Við þennan 12 manna hóp bættust síðan erlendir leikmenn liðanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024