Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sameiginlegur 2. flokkur Grindavíkur og Njarðvíkur upp í B deild
Föstudagur 11. september 2009 kl. 10:00

Sameiginlegur 2. flokkur Grindavíkur og Njarðvíkur upp í B deild

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki drengja í knattspyrnu tryggði sér sæti í B-deild eftir sigur á Aftureldingu 5-1 í gærkvöldi. Grindavík/Njarðvík hefur tryggt sér 2. sætið í C deild, á eftir ÍBV, og flytjast bæði lið upp í B deild. Grindavík/Njarðvík á einn leik eftir í deildinni, gegn ÍBV í Eyjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík/Njarðvík hefur gengið afar vel í sumar undir stjórn þjálfarans Snorra Más Jónssonar en Bergsteinn Ólafsson hefur verið fulltrúi Grindavíkur og hægri hönd Snorra. Þetta er annað árið í röð sem Grindavík og Njarðvík tefla fram sameiginlegu liði í 2. flokki og var markmið sumarsins að komast upp í B deild sem tókst með glæsibrag en liðið hefur aðeins tapað einum leik í sumar, gegn toppliði ÍBV.

Samningur félaganna um að tefla fram einu liði rennur út í haust og eiga félögin eftir að ákveða hvert framhaldið verður en það verður væntanlega gert strax í næstu viku.

Mynd: Leikmenn Grindavíkur/Njarðvíkur fögnuðu vel og innilega þegar sæti í B-deild var í höfn eftir sigur á Aftureldingu í gærkvöldi.