Salisbery sagt upp hjá Njarðvík
Leit er hafin að nýjum leikmanni.
Dustin Salisbery mun koma til með að leika síðustu tvo leiki með Njarðvíkingum nú fyrir hátíðarnar en svo mun hann hverfa á braut. Gunnar Örlygsson formaður kkd. UMFN staðfesti við Karfan.is að samningi við leikmanninn hafi verið sagt upp. „Dustin fékk góðan og sanngjarnan tíma til að sanna sig en er ekki að standa undir því sem við vænumst af honum,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga í snörpu viðtali við Karfan.is.
Dustin hefur sett niður 23 stig og hrifsað 8 fráköst að meðaltali á leik fyrir Njarðvíkinga. Leit er hafin að nýjum leikmanni.