Salih Porca ráðinn þjálfari Keflavíkurkvenna
Salih Heimir Porca hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Keflavíkurkvenna í knattspyrnu.
Samningurinn er til þriggja ára og eru forráðamenn Keflavíkurliðsins himinlifandi með að hafa krækt í Salih Heimi.
Salih Heimir Porca spilaði lengi hér á landi við góðan orðstír og sl. ár þjálfaði hann kvennalið Hauka. Porca mun einnig sjá um 2.flokk félagsins þar til annar þjálfari verður ráðin fljótlega. Æfingar munu hefjast 23.október en stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur bindur miklar vonir við ráðningu Salih Heimis.
VF-myndir/ Jón Örvar Arason