Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sagt eftir Njarðvík-Tartu: „Þetta var skelfilegt!“
Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 21:50

Sagt eftir Njarðvík-Tartu: „Þetta var skelfilegt!“

Friðrik Stefánsson var eini Njarðvíkingurinn sem átti góðan leik í tapi hans manna gegn Tartu í gærkvöldi. Hann horfði upp á lið sitt brotna saman í síðasta leikhluta og kasta frá sér leik sem þeir höfðu haft fulla stjórn allan tímann. Hann var að vonum vonsvikinn eftir leikinn.

„Þetta var skelfilegt... Við stóðum af okkur þriðja leikhlutann þar sem við vorum tíu stigum yfir, en í byrjun fjórða klikkum við á þremur opnum færum í röð og er refsað fyrir það.“

Aðspurður játaði hann því að etv. væri reynsluleysi Njarðvíkinga í Evrópukeppni um að kenna, en sagði fleiri þætti koma inn í.
„Þeir héldu bara haus en við ekki. Við fórum út úr því sem við ætluðum að gera og það er svo dýrt í þessum leikjum. Við komumst kannski upp með það gegn verri liðunum í deildinni hér heima en ekki gegn þessum liðum.“

 

Tölfræði leiksins

 

VF-mynd/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024