Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 15. apríl 1999 kl. 13:34

SAGT EFTIR LEIKINN

Friðrik Stefánsson átti frábæran leik í þessari frumraun sinni í úrslitaviðureignum um Íslandsmeistaratitil með 18 fráköst og 3 varin skot auk stiganna 15. „Ég nýt þess að spila í svona baráttuleikjum og tilhugsunin um möguleikann á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum hvetur mig áfram. Það er mun skemmtilegra að taka þátt í þessun en að horfa á.“ Sigurður Ingimundarson „Varnarleikurinn hjá okkur var grín í fyrri hálfleik og leikmenn alltof ragir í sókninni. Við erum betri en Njarðvíkingar og leikum við okkar leik þá stöðvar okkur ekkert. Njarðvíkingar léku mjög vel í þessum leik og geta ekki leikið mikið betur en þetta.“ Falur Harðarson „Varnarleikurinn var ömurlegur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við unnum þó seinni hálfleikinn með 5 stigum. Við virðumst hafa einhverja þörf fyrir að fara erfiðu leiðina því þetta er annað heimaleikjafíaskóið í röð.“ Áhangendur liðsins náðu sér engan veginn á strik og studdu lítið við bakið á ykkur. Er það ykkur áhyggjuefni? „Eins og við lékum áttum við ekki stuðninginn skilið.“ Friðrik Rúnarsson „Ég er ánægður með vörnina hjá okkur og nokkuð gott að halda Keflvíkingum í 79 stigum. Sóknarleikinn getum við bætt nokkuð.“ Næsti leikur, hvernig leggst hann í þig? „Næsti leikur er á fimmtudagskvöld, við mætum tilbúnir til leiks.“ Teitur Örlygsson „Það er alltaf gott að sigra en þessi leikur skiptir engu varðandi næsta leik. Grindvíkingar byrjuðu líka á sigra í Keflavík en töpuðu næstu þremur í röð og voru úr leik.“ Hermann Hauksson sem mætti sterkur til leiks, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst, en vafi var á um þátttöku hans vegna þrálátra bakmeiðsla. Hann hafði þetta að segja um leikinn og eigin frammistöðu. „No comment“ sem útleggjast mætti á íslensku „Éttann sjálfur“. Keflavík: Damon 23, Falur 14, Fannar 12, Gunnar 11, Birgir 9, Guðjón 5, Kristján 2, Hjörtur 2 og Sæmundur 1 Njarðvík: Brenton 29, Friðrik Stefánsson 15, Friðrik Ragnarsson 14, Teitur 14, Hermann 9 og Páll 8.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024