Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Safnaði stigum í Sviss
Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 14:23

Safnaði stigum í Sviss

Jóhann Rúnar Kristjánsson hefur lokið þátttöku sinni á heimsmeistaramótinu í borðtennis sem fram fór í Sviss. Jóhann féll í fyrstu umferð út úr opnum flokki en rakaði inn stigum í sitjandi flokki og sagði þetta besta árangur sinn á heimsmeistaramóti.

Í fyrstu umferð riðlakeppninnar í sitjandi flokki hafði Jóhann betur gegn tékkneskum spilara 3-2 og fór sú viðureign í oddalotu þar sem Jóhann hafði betur 11-9. Í öðrum leik í riðlakeppninni mætti Jóhann frönskum spilara sem var í 2. sæti á heimslistanum og tapaði þar 3-1 og missti því naumlega af því að komast í átta manna úrslitin. Fyrir HM var Jóhann í 19. sæti á heimslistanum en gerir ráð fyrir því að komast nokkrum sætum ofar eftir keppnina þar sem hann náði inn 150 stigum í Sviss.

 

„Þetta var skrýtið mót þar sem bæði sitjandi heimsmeistari og ólympíumeistarinn komust ekki upp úr riðlakeppninni,“ sagði Jóhann og sagði árangur sinn í Sviss einn þann besta frá upphafi. Jóhann er í feiknaformi þessa dagana og æfði vel fyrir mótið í Sviss og hefur m.a. bætt á sig um 10 kílóum af vöðvamassa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024