Sævar sigurvegari á Massamótinu
Massamótið í bekkpressu og réttstöðulyftu fór fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur í dag þar sem Sævar Ingi Borgarsson varð sigurvegari í samanlögðu. Sjö keppendur mættu til leiks en þeirra fremstur var Sævar sem nýverið var krýndur Ice Fitness meistari.
Haraldur Haraldsson hafnaði í 2. sæti en hann var jafnfram að taka þátt í sínu fyrsta lyftingamóti og á framtíðina fyrir sér enda sýndi hann góða takta í mótinu. Hörður Birkisson var þriðji.
Nánar verður greint frá mótinu í máli og myndum síðar hér á vf.is
VF-Mynd/ Jón Björn Ólafsson,