Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sævar „kraftaverkavirki“ bjargaði netinu fyrir Kanana
Erlendir leikmenn Keflavíkur voru orðnir langþreyttir á að komast ekki á vf.is.
Mánudagur 15. október 2012 kl. 15:04

Sævar „kraftaverkavirki“ bjargaði netinu fyrir Kanana

Það er skemmtileg frásögn af því á keflavik.is af hrakfallasögu nýrra erlendra leikmanna mfl. karla í körfubolta að..

Það er skemmtileg frásögn af því á keflavik.is af hrakfallasögu nýrra erlendra leikmanna mfl. karla í körfubolta að komast á internetið í íbúð sinni í Reykjanesbæ. Leikmennirnir höfðu verið án internets í um viku þrátt fyrir upplýsingar frá Vodafone og Mílu þess efnis að allt væri komið í lag.

Nokkrir af helstu tæknitröllum stjórnar körfuboltans höfðu farið ítrekað í íbúð þeirra til að reyna að koma hlutunum í lag án árangurs fyrir utan mikil heilabrot og tilraunir þeirra sjálfra.  Næst á dagskrá var því að fá sím- og rafvirkja til að kanna stöðuna því það hlyti að vera eitthvað meira en lítið að tengingunni, rauternum eða rafmagninu í húsinu. Áður en það skyldi gert þótti þó vissara að senda kraftaverkavirkjann Sævar Sjabbson á vettvang og skoða aðstæður. Fylgir hér á eftir frásögn kappans af þeim frækna netleiðangri:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég nam staðar fyrir utan Faxabraut 38c rúmlega tíu að kveldi miðvikudagsins 10. október. Ég lagði rauðri rennireið minni í gestastæði þar fyrir utan. Drungalegt var um að lítast þar sem regnið og dökkur himinn mættust og sá ég ungan pólverja munda, að því er virtist, filterslausan camel í munnvikunum. Ég gekk að húsinu. Hurðin var opin. Ég gekk upp á aðra hæð. Rennihurðin var opin sem kom mér á óvart. Ég gekk inn í íbúðina og sá þar hvítan rauter liggja á gólfinu, sársvekktan yfir því að vera ekki enn farinn að þjóna eigendum sínum. Stuttu síðar sá ég ungan Bandaríkjamann hvítan á hörund koma út úr herberginu sínu. Ég tjáði honum erindi mitt og bað hann vinsamlegast að víkja á meðan ég hæfi aðgerðina "Project Internet for the Kanes". Ég gekk hratt til verks. Tók símasnúruna úr vitlausu tengi og færði í rétt tengi. Viti menn, dsl ljós tók að blikka og verki mínu þar með lokið. Var því næst haldið heim á leið. Staðfesting um að "Project Internet for the Kanes" hefði tekist, barst mér svo í morgunsárið."
Sævar “kraftaverkavirki” Sævarsson

www.keflavik.is