Sævar Ingi og Eva Sveins Icefitnessmeistarar 2009
Það var mögnuð stemning í Toyota höllinni í Reykjanesbæ í gær. Þar fór fram Íslandsmót Icefitness 2009. Húsið var fullt af áhorfendum og létu þeir ekki sitt eftir liggja að hvetja þetta sterka og flotta íþróttafólk áfram. Níu karlar mættu til keppni og þrjár konur. Sævar Ingi Borgarsson og Eva Sveinsdóttir höfðu bæði titil að verja frá Íslandsmóti Icefitness 2008.
Þau þurftu að hafa mikið fyrir því að ná aftur titlinum því andstæðingar þeirra voru gríðarlega erfiðir og það var ekki fyrr en eftir síðustu grein
sem var samanburður að úrslit urðu ljós.
Ásdís Þorgilsdóttir sigraði í armbeygjum og tók heilar 84 stk. Eva Sveinsdóttir sigraði hreystigreip og hékk í 02:39 mín. Eva Sveinsdóttir sigraði hraðaþraut og fór hana á 01:16:75. Samanburðinn sigraði Eva Sveinsdóttir.
Eva Sveinsdóttir endaði í fyrsta sæti með 28 stig, Ásdís Þorgilsdóttir varð í öðru sæti með 22 stig og Eva Lind Ómarsdóttir varð í þriðja sæti með 10 stig.
Sævar Ingi setti hvorki meira né minna en þrjú íslandsmet. Fyrst tók hann íslandsmet Ívars Guðmundssonar og sitt eigið í upphífingum og tók 60 stk. Metið var 59 stk. Því næst sló hann eigið íslandsmet í dýfum sem var 60 stk og tók hvorki meira né minna en 68 stk. Þetta tvennt saman gerði nýtt íslandsmet í samanlögðu eða 128 stk.
Jakob Már Jónharðsson setti nýtt íslandsmet í hraðaþraut og fór brautina á 01:14:26 mín. og sló þar met Sævars Inga sem var 01:17:00
Samanburð sigraði Sævar Ingi.
Sævar Ingi Borgarsson varð íslandsmeistari Icefitness 2009 og náði 51 stigi. Í öðru sæti varð Högni Róbert Þórðarson með 74 stig. Jakob Már Jónharðsson endaði í þriðja sæti með 70 stig.
Ljósmyndir Brjánn Baldursson