Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 2. apríl 2005 kl. 19:40

Sætaferðir í Hólminn

Barna- og Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er að undirbúa sætaferðir til Stykkishólms mánudaginn 4. apríl.  Farið verður frá íþróttahúsinu við Sunnubraut kl. 15:30. 

SBK og Samkaup hafa þegar styrkt framtakið, en enn vantar styrktaraðila til að hægt sé að bjóða upp á fríar ferðir.  Styrktaraðilar sem áhuga hafa á málefninu eru beðnir um að gefa sig fram sem fyrst, en ef þarf er einnig í undirbúningi að hafa fríar sætaferðir á 4. leikinn í Stykkishólmi sem hugsanlega verður laugardaginn 9. apríl.  Fyrirtæki og stofnanir sem áhuga hafa á að styrkja málefnið hafi samband í síma:

863-0250, Ásdís

892-4496, Jón

Ef ekki næst að fjölga styrktaraðilum, munu stuðningsmenn eldri en 20 ára væntanlega þurfa að greiða kr. 1.000 fyrir sætið.

Tekið er fram að börn undir 12 ára aldri verða að vera í fylgd með fullorðnum til að fara með.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024