Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sænskur leikmaður með tilboð frá Keflavík
Sunnudagur 23. janúar 2005 kl. 12:22

Sænskur leikmaður með tilboð frá Keflavík

Sænski miðjumaðurinn Kenneth Gustavsson hjá liðinu Trelleborg hefur greint frá því í blaðaviðtali að Keflvíkingar hafi boðið honum samning.

Þetta kemur fram á netmiðlinum fotbolti.net, en þar segir einnig að Kenneth þessi hafi fengið tilboð frá Keflvíkingum í gegnum íslenskan umboðsmann sinn en leikmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Trelleborg.

Kenneth sem er 22 ára á að baki 25 leiki í sænsku úrvalsdeildinni en hann kom til Trelleborg frá Malmö árið 2003.

Fotbolti.net
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024