Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sækja skora og vinna
Fimmtudagur 8. júní 2006 kl. 13:43

Sækja skora og vinna

Keflvíkingar mæta ÍA á heimavelli sínum í Landsbankadeild karla í kvöld. Bæði lið hafa að miklu að keppa þar sem Keflvíkingar töpuðu fyrir meisturum FH í Kaplakrika í síðustu umferð og ÍA er enn án stiga eftir fyrstu 5 leikina.

Guðmundur Steinarsson, fyrirliði, segir sína menn bíða í ofvæni eftir leiknum.
„Leikurinn leggst vel í okkur. Þó Skagamenn hafi ekki verið að vinna leiki eru þeir með mjög sterkan mannskap og hafa verið að vissu leyti óheppnir, þannig að það verður alls ekkert vanmat hjá okkur.
Við ætlum að mæta brjálaðir til leiks eftir svekkelsið í síðasta leik og það er gott að það sé svona stutt á milli núna. Dagskipunin hjá okkur verður eins og alltaf að sækja skora og vinna. Þetta er ekki flókið.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024