Sacha Montgomery látin taka poka sinn
Sacha Montgomery, bandaríski leikmaður Njarðvíkurstúlkna í körfu, hefur verið látin taka poka sinn. Hún þótti ekki hafa staðið undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar og því var þessi ákvörðun tekin. Óvíst er hvort Njarðvíkurstúlkur fái anna erlendan leikmann til liðs við sig en það mun koma í ljós á næstu dögum.