Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sá sem æfir mest verður bestur á endanum
Laugardagur 21. apríl 2018 kl. 06:00

Sá sem æfir mest verður bestur á endanum

Ísak Óli Ólafsson leikur með Keflavík í knattspyrnu, en knattspyrnusumarið er rétt handan við hornið. Ísak mun leika í Pepsi-deildinni í sumar og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum í léttu Sportspjalli.

Fullt nafn: Ísak Óli Ólafsson.
Íþrótt: Fótbolti.
Félag: Keflavík.
Hjúskaparstaða: Á föstu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég var fimm eða sex ára.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elís (Elli).
Hvað er framundan? Pepsi-deildin fer að byrja.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Að fara upp um deild með Keflavík í fyrra.

Uppáhalds ...:
… leikari: Michael B. Jordan.
… bíómynd: Shawshank Redemption.
… bók: Zlatan
… alþingismaður: Simmi D.
… staður á Íslandi: Vestfirðirnir.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég á níu systkini.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég legg mig alltaf 100% fram á öllum æfingum
Hver eru helstu markmið þín? Langtímamarkmið mitt er að vera atvinnumaður í fótbolta.
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ekkert sem kemur í huga.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Sá sem æfir mest verður bestur á endanum.