Brons
Brons

Íþróttir

Sá sem æfir mest verður bestur á endanum
Laugardagur 21. apríl 2018 kl. 06:00

Sá sem æfir mest verður bestur á endanum

Ísak Óli Ólafsson leikur með Keflavík í knattspyrnu, en knattspyrnusumarið er rétt handan við hornið. Ísak mun leika í Pepsi-deildinni í sumar og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum í léttu Sportspjalli.

Fullt nafn: Ísak Óli Ólafsson.
Íþrótt: Fótbolti.
Félag: Keflavík.
Hjúskaparstaða: Á föstu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég var fimm eða sex ára.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elís (Elli).
Hvað er framundan? Pepsi-deildin fer að byrja.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Að fara upp um deild með Keflavík í fyrra.

Uppáhalds ...:
… leikari: Michael B. Jordan.
… bíómynd: Shawshank Redemption.
… bók: Zlatan
… alþingismaður: Simmi D.
… staður á Íslandi: Vestfirðirnir.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég á níu systkini.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég legg mig alltaf 100% fram á öllum æfingum
Hver eru helstu markmið þín? Langtímamarkmið mitt er að vera atvinnumaður í fótbolta.
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ekkert sem kemur í huga.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Sá sem æfir mest verður bestur á endanum.