Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rútuferð í Hólminn
Þriðjudagur 21. apríl 2015 kl. 09:55

Rútuferð í Hólminn

– Skráning í ferðina til kl. 18 í dag

Þá er úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna að hefjast hjá stelpunum í Meistarflokki Keflavíkur og er fyrsti leikur á morgun, miðvikudag í Hólminum kl. 19:15. Það er hugur í fólki og ætlar körfuknattleiksdeild Keflavíkur að standa fyrir rútuferð í Hólminn.

Lagt verður af stað kl. 15:30 frá TM-höllinni við Sunnubraut og kosta herlegheitin 2,000,- til 3,000,- krónur, það fer eftir fjölda sem skráir sig.

Þeir sem ætla að koma með í Hólminn vinsamlega skrái sig hjá Erlu Reynisdóttur s:840-1221 og verður skráning að vera klár fyrir kl. 18:00 í dag, þriðjudag.

Fyllum nú eina stóra rútu og hjálpum stelpunum að taka þann stóra, segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024