Rútuferð á Oddaleikinn fyrir stuðningsmenn Keflavíkur
Rútuferð verður farin fyrir stuðningsmenn Keflavíkur frá Toyota höllinni á morgun kl. 16:30 og kostar aðeins 1.000kr. á manninn. Fyrstir koma, fyrstir fá, en rútan tekur 60 manns í sæti.
Miðasalan opnar kl. 12 á hádegi á morgun í DHL höllinni og verður hún opin fram að leik. Ekki þarf að örvænta með að Keflvíkingar fái ekki sæti því þeir fá sitt horn eins og áður og er ætlunin að fylla það svæði. Húsið opnar svo kl. 18 og eru allir Keflvíkingar hvattir til að mæta tímanlega því það verður án efa troðfull höll.