Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rúst í Röstinni
Föstudagur 19. október 2018 kl. 00:04

Rúst í Röstinni

Keflvíkingar unnu með 35 stigum í Grindavík

Keflvíkingar unnu stórsigur á nágrönnum sínum í Grindavík þegar liðin áttust við í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Munurinn fór mest í 40 stig og í raun áttu Grindvíkingar aldrei möguleika, en munurinn var þegar orðinn 14 stig eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir bættu stöðugt í og hittu skotum í öllum regnbogans litum. Að sama skapi gekk allt á afturfótunum hjá Grindvíkingum. Þegar uppi var staðið var munurinn 35 stig, 62-97 lokatölur.

Grindavík-Keflavík 62-97 (15-29, 11-22, 20-27, 16-19)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Jordy Kuiper 14/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13, Lewis Clinch Jr. 8, Kristófer Breki Gylfason 5, Nökkvi Harðarson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2, Johann Arni Olafsson 0, Hlynur Hreinsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.

Keflavík: Michael Craion 22/4 fráköst/6 stolnir, Gunnar Ólafsson 17/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/5 fráköst/9 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 9/4 fráköst, Javier Seco 9/7 fráköst, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 7, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Magnús Már Traustason 4/6 fráköst, Reggie Dupree 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Andri Þór Tryggvason 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Johann Gudmundsson