Rúst í rokleik
Auðvitað mætir Molahöfundur með pílu til Víkurfrétta í nýlegum Mola á vefnum sínum www.bolg.central.is/molar-epj þar sem hann er að ræða um sviptingu Óla Geirs á titlinum Herra Ísland. Þar segir: „ Hlutur Víkurfrétta. Ekki batnaði það þegar blað Suðurnesjamanna sýndi þann ósóma að birta mynd af honum við áfengisdrykkju, þegar þeir fjölluðu um sviptingu titilsins. Hverjum voru þeir að þjóna með þessari birtingu?“ Þessu er til að svara að myndin var fenginn á heimasíðu Óla Geirs, www.splash.is . Þar er hún efsta mynd á síðunni og í raun myndin sem segir: „Verið velkomin á vefsíðuna“. Við efum það stórlega að Óli Geir sé ósáttur við þessa mynd af sér, enda notar hann myndina sjálfur sem aðalmynd á sinni vefsíðu, www.splash.is .
Annars verður örugglega gaman að fylgjast með Molum á næstunni og áhugavert að sjá hvort hann verði jafn beittur nú og í gamla daga...
Annars verður örugglega gaman að fylgjast með Molum á næstunni og áhugavert að sjá hvort hann verði jafn beittur nú og í gamla daga...