Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rúst hjá Njarðvík (Video)
Föstudagur 11. nóvember 2005 kl. 15:13

Rúst hjá Njarðvík (Video)

Njarðvík vann afar sannfærandi sigur á Hamri/Selfoss í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær, 108-67. Leikurinn var í höndum heimamanna allan tímann og var aldrei spurning um hvernig færi.

Njarðvíkingar léku öruggan sóknarleik og fastan varnarleik sem gestirnir áttu í stökustu vandræðum með. Þá voru þeir einráðir undir báðum körfunum þar sem þeir voru með mun fleiri fráköst.

Njarðvíkingar eru einir efstir á toppi deildarinnar, ósigraðir eftir fimm leiki.

Tölfræði leiksins

Myndskeið úr leiknum 1

Myndskeið úr leiknum 2

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024