Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 09:43

Rússneska rakettan æfir með ÍRB

Olympíumeistarinn Alexander Popov, „rússneska rakkettan“, mun á næstu dögum ganga frá samningi við sundhóp ÍRB og mun hann æfa og keppa fyrir þeirra hönd. Popov gekk nýlega í hjónaband með íslenskri konu, Önnu Sigríði Magnúsdóttur. Anna vinnur sem stendur hjá sendiráði Íslands í Moskvu en þau hjónin eru flutt hingað til lands, þar sem Anna mun hefja störf hér vegna samskipta íslenska ríkisins og bandaríska hersins. Popov verður því einnig gjaldgengur í landslið Íslands á næstu Ólympíuleikum. „Þetta er stórkostlegt fyrir okkar lið og einnig fyrir landsliðið. Þetta hefur allt gerst svo hratt að ég er nánast orðlaus yfir þessu“, sagði Steindór Gunnarsson landsliðsþjálfari og þjálfari ÍRB í samtali við Víkurfréttir.

Popov mun mæta á æfingu hjá ÍRB í sundmiðstöðinni í dag kl. 16:30 en hann mætti á sína fyrstu inniæfingu í gær sem fram fór í gömlu sundlauginni í Keflavík. Fólki gefst tækifæri á því að bera kappan augum á æfingunni en hann mun gefa eiginhandaáritanir og speedo sundhettur í sundlauginni áður en æfingin hefst, eða um kl. 16:15.

Mynd: Alexander Popov á æfingu ÍRB í gömlu sundhöllinni í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024