Rúnar Þór til reynslu hjá sænsku úrvalsdeildarliði
Forsvarsmenn IK Sirius heilluðust af frammistöðu Rúnars Þórs í Lengudeildinni
Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, er nú til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu IK Sirius. Forsvarsmenn sænska liðsins setti sig í samband við Keflavík fyrir stuttu og óskuðu eftir að að fá Rúnar Þór til æfinga og hann mun spila með þeim leik 30. janúar næstkomandi. Liðið hefur fylgst vel með Rúnari í langan tíma og hreifst af frammistöðu hans í Lengjudeildinni í sumar en Rúnar gaf flestar stoðsendingar og flestar fyrirgjafir í Lengjudeildinni á síðasta tímabili af öllum leikmönnum deildarinnar enda frábær sóknarbakvörður. Rúnar var einnig valinn í U21 landsliðshóp Íslands í fyrsta sinn í sumar.
IK Sirius lenti í 10. sæti af sextán liðum í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili.