Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Rúnar Þór og Ísak Óli valdir í landsliðshóp U21 sem mætir Svíum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 28. ágúst 2020 kl. 15:12

Rúnar Þór og Ísak Óli valdir í landsliðshóp U21 sem mætir Svíum

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Svíþjóð í undankeppni EM.

Rúnar Þór Sigurgeirsson er einn af fjórum nýliðum sem Arnar Þór valdi í hópinn. Þegar hópurinn kemur saman mun Rúnar hitta Keflvíkinginn Ísak Óla sem spilar með SønderjyskE í dönsku deildinni.
Rúnar Þór hefur leikið mjög vel með Keflavík í sumar og nýverið var hann einn af fjórum Keflvíkingum sem valdir voru í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar ásamt þeim Sindra Þór Guðmundssuni, Frans Elvarssyni og Joey Gibbs.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25