Rúnar Óli gengur í raðir GKB
Njarðvíkingurinn Rúnar Óli Einarsson kylfingur, sem leikið hefur undir merkjum GR undanfarin ár, hefur gengið í raðir Golfklúbbs Kiðjabergs, að því er fram kemur á heimasíðu klúbbsins.
Rúnar er 23 ára Suðurnesjamaður og varð klúbbmeistari GR 2006. Hann hefur spilað á Kaupþingsmótaröðinni með ágætum árangri undanfarinn ár. Hann kemur til með að styrkja sveit GKB í sumar, en GKB leikur í 3. deild.
www.kylfingur.is – Á myndinni er Rúnar við leik á Korpúlfsstaðavelli.