Rúnar Arnarson í stjórn KSÍ
Ársþing KSÍ fór fram í Laugardalnum um helgina þar sem Rúnar V. Arnarson fyrrum formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur var kjörinn í stjórn Knattspyrnusambandsins.
Ástráður Gunnarsson hætti í stjórn sambandsins en hann hefur starfað fyrir KSÍ um árabil og við þetta tækifæri var honum veitt gullmerki KSÍ fyrir störf sín í þágu sambandsins.
Mynd: www.ksi.is – Ný stjórn KSÍ