Rúmlega 200 keppendur berjast um titilinn í Reykjanesbæ
Dagana 2. og 3. október næstkomandi fer Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einstaklingskeppni í boccia fram í Reykjanesbæ. Keppt verður í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og í Heiðarskóla. Mótssetning verður kl. 9:30 á laugardagsmorgun í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og kl. 10:00 hefst keppnin. Dagskrá keppninnar hefur þegar verið birt og er hún aðgengileg á www.ifsport.is
Rúmlega 200 keppendur eru skráðir til leiks frá 12 aðildarfélögum ÍF. Áætluð mótslok eru sunnudaginn 3. október um kl. 16:20.