Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rufu 100 stiga múrinn!
Fimmtudagur 21. janúar 2010 kl. 09:56

Rufu 100 stiga múrinn!


Grindavík lagði Njarðvík með 11 stiga mun í miklum stigaleik í gær þegar liðin mættust í IE-deild kvenna í körfuknattleik. Úrslit urðu 101-90 fyrir Grindavík, sem náði mest 24 stiga forystu í leiknum.  Shantrell Moss átti stórleik fyrir Njarðvik og skoraði 41 stig.  Michele DeVault var líka í miklu stuði og skoraði 39 stig fyrir Grindavík og hirti 13 fráköst.  Með sigrinum tryggði Grindavík sér sæti í A-riðli.

Grindavík byrjaði mun betur og hafði 11 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann, 17-6. Njarðvíkurstúlkur komust í gang í öðrum leikhluta og skoruðu 23 stig gegn 27 stigum Grindavíkur. Staðan í hálfleik var 22-29 fyrir Grindavík.
Leikurinn hélt áfram á svipuðum nótum í þriðja leikhlutanum og Grindavík hélt undirtökunum. Í síðasta fjórðungi dró aðeins saman með liðunum en Njarðvík skoraði 38 stig gegn 29 stigum Grindavíkur. Það dugi þó ekki til.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd - Shantrell Moss skoraði 41 stig fyrir Njarðvík í gær.