Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rose farin frá Keflavík
Sunnudagur 30. janúar 2005 kl. 12:03

Rose farin frá Keflavík

Latoya Rose, sem hefur leikið með kvennaliði Keflavikur í 1. deild kvenna, hefur verið sagt upp störfum og hefur þegar verið hafin leit að varanlegum staðgengli Resheu Bristol. Rose stóð engan veginn undir væntingum þar sem hún var alls ekki eins fjölhæf og Bristol og þótti ekki nógu góður liðsmaður.

Þá segir það sína sögu að Keflavík, sem hafði unnið alla leiki sína fram að því, tapaði báðum leikjum sínum með Rose innanborðs.

Á heimsíðu félagsins segir þó að mikill metnaður sé í liði Keflavíkur og þær munu gera allt til að verja stóra titilinn, sjálfan Íslandsbikarinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024