Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rosaleg rimma í Röstinni
Föstudagur 25. apríl 2014 kl. 08:20

Rosaleg rimma í Röstinni

Íslandsmeistarar freista þess að jafna metin

Grindvíkingar freista þess í kvöld að jafna metin gegn KR í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þá mætast liðin öðru sinni og að þessu sinni er leikið í Röstinni í Grindavík. KR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli sínum í leik þar sem þeir röndóttu stjórnuðu ferðinni en Grindvíkingar neituðu að gefast upp. Lykilleikmenn Grindvíkinga hafa oft leikið betur en í þeim leik og ljóst að slíkt gerist vart tvo leiki í röð hjá þeim gulu.

Að öðrum ólöstuðum hafa þessi tvö lið verið sterkust allra liða í körfuboltanum karlamegin í vetur. Fyrr í vetur unnu Grindvíkingar bikarmeistaratitilinn og KR eru ríkjandi deildarmeistarar en liðið tapaði aðeins einum deildarleik í vetur. Sá leikur var einmitt gegn Grindavík í DHL-höllinni í janúar sl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Röstinni en vissara er að mæta snemma til þess að tryggja sér örugglega sæti.