Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 5. febrúar 2004 kl. 15:12

Röng fyrirsögn á styrktarauglýsingu í Bikarblaði VF

Þau leiðu mistök urðu í Bikarblaði Víkurfrétta sem dreift var í dag að fyrir misgáning var Keflavíkurliðinu hampað umfram önnur í auglýsingu með styrktaraðilum. Í fyrirsögninni stóð „Áfram Keflavík“ en átti að vera sama fyrirsögn og á baksíðu Bikarblaðsins, „Við styðjum körfuknattleik í Reykjanesbæ“ Þar féllu jafnframt í burtu merki nokkurra styrktaraðila. Þetta yfirsást við prófarkalestur. Víkurfréttir harma þessi mistök og vona að þau spilli ekki fyrir skemmtuninni sem fylgir úrslitaleikjunum. Ný leikskrá er farin í prentun og verður henni dreift á leikjunum í Laugardalshöll á laugardaginn.
Þá slæddist merki Keflavíkur inn í auglýsingu frá Stapanum um bikardansleik á laugardagskvöld. Auglýsingin átti ekki að innihalda merki íþróttafélaganna og er beðist velvirðingar á þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024