Röðin breytist á toppnum
Fjögur efstu liðin í Domino’s deild karla í körfubolta eigast við innbyrðis í kvöld. Keflvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í Blue-höllina á meðan Njarðvíkingar ferðast norður og mæta Tindastólsmönnum. Njarðvík, Tindastóll og Stjarnan hafa fullt hús stiga í þremur efstu sætunum eftir þrjár umferðir og því mun röðin á toppnum breyst eftir leiki kvöldsins. Keflvíkingar eru í fjórða sæti með fjögur stig.
Báða leikina má sjá í beinni, annars vegar á Stöð 2 sport (Keflavík-Stjarnan) og svo á Tindastóll tv.