Róbert ráðinn vallarstjóri á Húsatóftavelli
Róbert Halldórsson hefur verið ráðinn nýr vallarstjóri hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Hann tekur við starfinu af Bjarna Hannessyni sem var ráðinn vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili síðastaliðið haust. Samningur milli Róberts og GG var undirritaður á laugardag.
Róbert hefur undanfarin ár starfað sem vallarstjóri á Garðavelli fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. Eftir að Leynir tók aftur við Garðavelli í var ákveðið að endurskipuleggja rekstur klúbbsins og helstu starfsmönnum klúbbsins sagt upp störfum. Róbert var einn þeirra sem sótti um starfið hjá Golfklúbbi Grindavíkur og hreppti starfið. Hann mun hefja störf hjá klúbbnum þann 1. mars næstkomandi.
Róbert hefur farið víða á ferli sínum sem golfvallastarfsmaður. Hann er menntaður frá Skotlandi og hefur unnið á völlum í Bandaríkjunum, Noregi, Skotlandi og einnig í Írlandi þar sem hann vann á K-Club vellinum fræga þar sem Ryder-bikarinn fór fram árið 2006. Hann var aðstoðarvallarstjóri í tvö ár á Grafarholtsvelli áður en hann tók við Garðavelli.
Húsatóftavöllur stækkaði í 18 holur síðastaliðið sumar og enn á eftir að gera nokkrar breytingar á vellinum til framtíðar. Klúbburinn tók einnig í notkun nýjan golfskála síðastliðið sumar og er mikill uppgangur í golfinu í Grindavík. Um 220 félagar eru í GG.