Róbert Ólafur ráðinn þjálfari 2. flokks
Róbert Ólafur Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari sameiginlegs 2. flokks Reynis og Víðis í karlaknattspyrnu. Róbert Ólafur er 33 ára gamall og búsettur í Garðinum. Hann er gamalkunnur og reyndur knattspyrnukappi.
Róbert lék með yngri flokkum Reynis og er meðal yngstu leikmanna sem spilað hafa fyrir meistaflokk félagsins og á að baki tvo landsleiki með U-19 ára landsliði Íslands. Lengst lék hann þó með liði Keflavíkur í efstu deild en lauk ferlinum sem leikmaður með Grindavík árið 2001. Róbert Ólafur stýrir sinni fyrstu æfingu hjá 2. flokki Reynis og Víðis í Reykjaneshöllinni n.k. laugardag kl. 18:30.