Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Roberson áfram með Grindavík
Miðvikudagur 30. júlí 2008 kl. 11:46

Roberson áfram með Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Körfuknattleikskonan Tiffany Roberson mun leika með kvennaliði Grindavíkur á næsta keppnistímabili. Hún lék með Grindvíkingum á síðasta tímabili og var einn sterkasti leikmaður deildarinnar. Hún var með 25,7 stig að meðaltali í leik og varð bikarmeistari með liðinu. Bakvörðurinn Joanna Skiba mun hins vegar ekki leika með liðinu á næsta tímabili en Pétur Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Grindavíkur, ætlar að leika á heimastílkum, við hlið Roberson, á næsta tímabili.

VF-MYND/JBÓ: Tiffany Roberson mun klæðast gulu treyjunni áfram næsta vetur.