RKV sigraði HK/Víking
				
				RKV sigraði HK/Víking 2-1 á útivellli í 1. deild kvenna A í knattspyrnu í gær. Ágústa Jóna Heiðdal skoraði bæði mörk liðsins en hún hefur verið lunkin fyrir framan mark andstæðinganna í sumar. Með sigrinum komust RKV upp í 2. sæti riðilsins með 19 stig.Ágústa Jóna er næstmarkahæst í 1. deild með 12 mörk eftir átta leiki. Þess má geta að RKV hefur leikið einum leik meira en Fjölnir sem er í 3. sæti með 18 stig.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				