Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 8. júní 2002 kl. 18:18

RKV og Grindavík áfram í Coca-Cola bikarnum

RKV sigraði ÍA, 0-1, á Akranesi á föstudag í Coca-Cola bikarnum í knattspyrnu kvenna með marki frá Nínu Ósk Kristinsdóttur. Grindavíkurstúlkur sigruðu einnig sinn leik í bikarnum, 0-1, þegar þær unnu HK/Víking á útivelli en það var Karen Penglase sem skoraði sigurmarkið á 64. mínútu.Bæði liðin eru því komin áfram í Coca-Cola bikar kvenna en óljóst er hverjir mótherjarnir í næstu umferð verða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024