RKV byrjar tímabilið með sigri
RKV byrjaði tímabilið í 1. deild kvenna í knattspyrnu með 3-5 sigri á HSH á Grundarfjarðarvelli á laugardag. Leikurinn var hin mesta skemmtun en eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í hávegum hafður.Ágústa Jóna Heiðdal skoraði tvö mörk fyrir RKV en þær Bergey Sigurðardóttir, Hrefna Guðmundsdóttir og Hjördís Reynisdóttir sitt markið hver.
Mynd: Hrefna Guðmundsdóttir sækir að markinu í leik RKV í Reykjaneshöllinni.
Mynd: Hrefna Guðmundsdóttir sækir að markinu í leik RKV í Reykjaneshöllinni.