Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 8. júní 2000 kl. 09:09

RKV burstaði Aftureldingu.

RKV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gærkvöld, þar sem liðið vann stóran sigur á Aftureldingu 7-1 í Coca-Cola bikar kvenna í knattspyrnu. RKV var betri aðilinn í leiknum allt frá fyrstu mínútu, en segja má að hann hafi nánast allur farið fram á vallarhelmingi Aftureldingar. Lóa Gestsdóttir, fyrirliði RKV skoraði þrjú mörk í leiknum en hin mörkin fjögur skoruðu Hulda Jónsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Inga Emilsdóttir og Ásthildur Hjaltadóttir. RKV mætir nágrönnum sínum úr Grindavík í næstu umferð bikarkeppninnar, en sú viðureign fer fram á Grindavíkurvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024